„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 21:40 Maté Dalmay var ánægður með að hafa náð að vinna ÍR í kvöld Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. „Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum. Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Benedikt í bann Körfubolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Handbolti „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Körfubolti Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Handbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
„Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum.
Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Benedikt í bann Körfubolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Handbolti „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Körfubolti Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Handbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira