„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 21:40 Maté Dalmay var ánægður með að hafa náð að vinna ÍR í kvöld Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. „Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum. Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
„Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum.
Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira