„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 21:40 Maté Dalmay var ánægður með að hafa náð að vinna ÍR í kvöld Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. „Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum. Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum.
Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira