Já, samningarnir eru löglegir Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:01 Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun