Já, samningarnir eru löglegir Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:01 Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun