Ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina Árni Gísli Magnússon skrifar 10. febrúar 2023 20:16 Jónatan Magnússon mun stýra KA út tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu. Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu.
Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15