Ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina Árni Gísli Magnússon skrifar 10. febrúar 2023 20:16 Jónatan Magnússon mun stýra KA út tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu. Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu.
Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15