Eyja í raforkuvanda Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Vestmannaeyjar Orkumál Sæstrengir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun