„Virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mikill“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 20:30 Martin Hermannsson er loksins farinn að æfa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Martin Hermannsson, er loksins farinn að æfa á nýjan leik en hann sleit krossband í hné fyrir átta mánuðum síðan. „Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
„Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira