Skoðun

Ég nenni ekki...farðu samt!

Anna Claessen skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!

Maður nennir ekki alltaf að fara

í ræktina

í samkvæmi

í skólann

í vinnuna

Það er eðlilegt endrum of eins, sérstaklega þegar það er dimmt og kalt úti. Kerfið þitt er gert til að vara þig við hættum og þetta öskrar: Vertu heima í þægindum.

En hugurinn veit betur

Þú ferð...

í ræktina til að fá hreyfingu og gleði

í samkvæmi til að fá nánd og tilheyra

í skóla til að fá þekkingu

í vinnuna til að fá pening fyrir lífinu þínu

Samviskubitið er ekki þess virði! Farðu samt!

Eins og Nike segir: Just do it!

Passaðu samt að klappa þér extra vel á bakið eða gera eitthvað til að láta þér líða vel eftir á.

Ef hver einasti dagur er hins vegar erfiður er tími til að skoða það, er það líkaminn eða sálin? Fara til læknis og fá blóðprufu og vítamín. Fara til sálfræðings, markþjálfa, heilara eða þann aðila sem hlúir að sál þinni.

Lífið á ekki alltaf að vera svona erfitt.

Maður nennir ekki alltaf og það er í lagi.

Prufaðu að fara og verðlaunaðu þig svo með einhverju sem veitir þér öryggi og gleði eftir á.

Stoltið sem fylgir er þess virði!

Höfundur er einkaþjálfari, markþjálfi, danskennari og skemmtikraftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Leikskólavandinn?

Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík skrifar

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.