Sturlaðar staðreyndir um græðgi! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Íslenskir bankar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar