„Þetta verður algjört hörkumót“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Vitor Charrua er líklegur til afreka á pílukastmótinu á Reykjavíkurleikunum. Stöð 2 Sport Fremstu pílukastarar landsins fá samkeppni frá erlendum keppendum í kvöld og á morgun þegar keppni í pílukasti fer fram á Reykjavíkurleikunum, RIG. Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook. Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook.
Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita