Viðskipti innlent

Kristín Ólafs­dóttir nýr fram­kvæmda­stjóri Pírata

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kristín var áður framkvæmdastjóri Píeta samtakanna.
Kristín var áður framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Aðsent

Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Pírata þann 16. janúar síðastliðinn. Hún tók við af Elsu Kristjánsdóttur.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að Kristín búi yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og frá félagasamtökum. Áður hafi hún til dæmis starfað í þrjú ár sem framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna.

Kristín er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í mannréttindalögfræði.

Haft ef erfit Tinnu Helgadóttur, gjaldkera Pírata þar sem hún segir tímamót vera hjá Pírötum og þakkar hún Elsu um leið fyrir vel unnin störf.

„Við teljum okkur lánsöm að fá Kristínu til liðs við okkur, en hún hefur mikla og góða reynslu sem mun nýtast vel í störfum okkar flokks. [...] Stjórn Pírata þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra, Elsu Kristjánsdóttur, fyrir hennar störf og samfylgdina og óskar henni velfarnaðar. Nú eru tímamót, Píratar finna fyrir miklum meðbyr og málefnin eru brýn.“

Þá segir Kristín mikla sókn vera hjá Pírötum og hlakki hún til að takast á við ný verkefni.

“Píratar eru í mikilli sókn og kraftur grasrótarinnar er áþreifanlegur. Ég kem til með að gera mitt besta til að halda utan um góðan hóp og styðja við reksturinn og það merkilega starf sem nú þegar hefur verið unnið og þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru.”

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.