Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2023 09:01 Einar Jónsson tók upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson í Pallborðinu. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira