Skoðun

Opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra

Askur Hrafn Hannesson skrifar

Katrín Jakobsdóttir, þú ert leiðtogi ríkisstjórnarinnar og heyra mannréttindamál Íslands undir þitt ráðuneyti. Það veldur okkur því gríðarlegum áhyggjum að þú skulir hafa dregið þig til hlés úr baráttunni fyrir mannréttindum sem var áður fyrr hjartans mál fyrir þér. Nú stendur til að samþykkja ómannúðlegt og rasískt útlendingafrumvarp sem er bæði á skjön við stefnu Vinstri grænna sem þú hefur hlutverk formanns hjá og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar þinnar.

Frumvarpið hirðir lítið sem ekkert um mannréttindi og þær skuldbindingar sem Ísland hefur í þeim málaflokki og hefur ekki tekið almennilegt tillit til álits sérfræðinga í mannréttindum. Það er engu líkara en að ríkisstjórn þín sé þreytt á því að vera með falleinkunn í mannréttindageiranum og sé með frumvarpinu að breyta leikreglunum til þess að fremja mannréttindabrot áfram í skjóli laganna.

Við skorum á þig að stöðva þessa lögleiðingu mannréttindabrota undir eins.

Aðsent


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×