Körfubolti

Fjarvera Jokic kom ekki að sök og Denver vann níunda leikinn í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aaron Gordon fór fyrir sóknarleik Denver Nuggets í fjarveru Nikola Jokic.
Aaron Gordon fór fyrir sóknarleik Denver Nuggets í fjarveru Nikola Jokic. Matthew Stockman/Getty Images

Denver Nuggets vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann 23 stiga sigur gegn Indiana Pacers í nótt, 134-111. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt.

Denver-liðið var án síns besta leikmanns, Nikola Jokic, sem er að glíma við meiðsli. Það kom þó ekki niður á sóknarleik liðsins og Denver leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta, 37-28. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og munurinn var átta stig þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleikshléið, staðan 61-53, Denver í vil.

Heimamenn í Denver fundu þó taktinn á ný í síðari hálfleik og sigldu jafnt og þétt lengra frá Indiana-liðinu. Heimamenn unnu að lokum nokkuð öruggan 23 stiga sigur, 134-11, og liðið hefur nú unnið níu leiki í röð.

Aaron Gordon fór fyrir sóknarleik heimamanna og skoraði 28 stig, ásamt því að taka fimm fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Indiana var Bennedict Mathurin atkvæðamestur með 19 stig.

Denver trónir á toppi Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 13 töp, en Indiana situr hins vegar í níunda sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 24 töp.

Úrslit næturinnar

Or­lando Magic 123-110 New Or­le­ans Pelicans

Atlanta Hawks 139–124 New York Knicks

Cleve­land Cavaliers 114–120 Gold­en State Warriors

Dallas Mavericks 115–90 Miami Heat

San Ant­onio Spurs 126–131 LA Clip­p­ers 

Den­ver Nuggets 134–111 Indi­ana Pacers

Utah Jazz 106–117 Brook­lyn Nets

LA Lakers 122–121 Memp­his Grizzlies

Sacra­mento Kings 118–113 Okla­homa City Thunder

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×