Hvað kostar Þjóðarhöllin? Halldór Eiríksson, Reynir Sævarsson og Sigþór Sigurðsson skrifa 20. janúar 2023 13:30 Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Rekstur hins opinbera Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun