Hvað kostar Þjóðarhöllin? Halldór Eiríksson, Reynir Sævarsson og Sigþór Sigurðsson skrifa 20. janúar 2023 13:30 Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Rekstur hins opinbera Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun