Ósmekklegar ábendingar um hræsni og siðferðisbrest Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2023 10:00 Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands. Hann var í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins í gær um birgðastöðuna í dilkakjöti en á bls. 13 í blaðinu var sagt frá nýjustu stríðsglæpum hryðjuverkaríkisins í Úkraínu. Með öðrum orðum: Lífið gengur sinn vanagang hjá forstöðumanninum, sem finnst ekki tiltökumál að vera opinber fulltrúi ríkis sem fremur daglega ólýsanlega hryllilega stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er bara í dilkakjötinu. Hilmari finnst þetta „sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla“. Hann segir að starf heiðurskonsúls hafi ekkert með stríðsrekstur að gera og spyr hvort ég haldi „kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga?“ Sniðugt hjá honum. Af hverju að tengja sig við stríðsglæpi fremur en meint kynferðisbrot? Nei, konsúllinn og KS hafa ekkert með stríðsrekstur Úkraínu að gera. Þau tengja sig samt við hann með því að þessi hátt setti stjórnandi fyrirtækisins gegni áfram þessari virðingarstöðu fyrir rússnesk stjórnvöld. Það ber a.m.k. enginn ábyrgð á hryllingnum í Úkraínu annar en stjórnvöld í Kreml, þau hin sömu og útnefndu Ágúst Andrésson heiðurskonsúl sinn á Íslandi. Um allan hinn vestræna heim hafa fyrirtæki kappkostað að slíta tengsl við Rússland eftir að ráðizt var inn í Úkraínu. Tilgangurinn er að sýna Rússum að framferði þeirra, þverbrot á alþjóðalögum og ítrekaðir stríðsglæpir, verði ekki liðið og ekkert fyrirtæki með sómatilfinningu vilji eiga í viðskiptum við þá eða tengja sig við þá. Á síðasta ári bakkaði KS út úr skyrframleiðslu í Rússlandi – reyndar ekki fyrr en vakin hafði verið athygli á þeim viðskiptatengslum opinberlega – en heiðurskonsúlsnafnbótin blífur. Það þykir fleirum en mér gjörsamlega óskiljanlegt. KS hafði heldur ekkert með meinta háttsemi Arnars Grant í heitum potti í byrjun síðasta árs að gera. Engu að síður brá það við skjótt, sleit samstarfi við Arnar og tók heilsudrykkinn Teyg, sem hann hafði þróað í samstarfi við KS, tafarlaust úr sölu. Væntanlega af því að það vildi ekki tengja sig við umræðu um háttsemi sem það taldi siðferðilega ámælisverða. Af hverju eru viðbrögðin í þessum tveimur málum svona ólík? Rétt er að hafa í huga að heiðurskonsúlstign Ágústs Andréssonar er til komin vegna viðskipta Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi og hann hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hyggist nota hana kaupfélaginu til framdráttar í þeim viðskiptum. Þetta er ekki persónulegt mál Ágústs, heldur mál kaupfélagsins. Af hverju yfirmenn Ágústs hjá KS hafa ekki þrýst á hann að segja af sér heiðursnafnbótinni er mér líka hulið. Vondur félagsskapur heiðurskonsúla Rússa Í ýtarlegri rannsókn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, þeirra sömu og birtu okkur umfjöllun um Panama- og Pandóruskjölin, kemur fram að Rússar hafi með markvissum hætti útvíkkað kerfi heiðurskonsúla sinna um allan heim eftir að Pútín tók við völdum. Þar kemur jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld hafi notað heiðurskonsúlana, marga hverja, til að halda á lofti rússneskum áróðri, í stað þess að þeir einbeiti sér bara að menningar- og viðskiptatengslum eins og þeir eiga að gera. Í umfjölluninni kemur reyndar fram að margir kjörræðismenn Rússlands hafi sagt af sér til að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu. Þeir sem eftir eru, eru þá væntanlega ekkert sérstaklega kræsilegur félagsskapur. En hann Ágúst hjá Kaupfélaginu hefur „ekki einu sinni hugleitt það“ að segja af sér heiðurstigninni. Svartir listar og sendiherrar Það verður bara að hafa það þótt Hilmari kunningja mínum finnist ég ósmekklegur. Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á „Svarta lista“ Yale-háskóla yfir fyrirtæki sem enn halda viðskiptatengslum við Rússland. Í nýjustu útgáfu hans, sem kom út 9. janúar, eru nokkur íslenzk fyrirtæki enn sögð reka (mismikil) viðskipti í Rússlandi. Hampiðjan, Knarr Maritime, Marel, Naust Marine og Eimskip eru á listanum. Hann hefur vakið undarlega litla athygli – ég hefði haldið að bæði ættu fjölmiðlar að gera gangskör að því að krefja þessi fyrirtæki svara um hvort upplýsingarnar á listanum séu réttar og þau ættu sjálf að leggja upp úr því að reka af sér slyðruorðið. Ég hef líka – þvert á það sem Hilmar lætur í skína í grein sinni – ítrekað hvatt til þess að rússneska sendiherranum verði vísað úr landi og hvatt utanríkisráðherrann til að taka af skarið í því efni. Við berum öll ábyrgð Hilmari finnst ekki viðeigandi að maður sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda blandi einstökum fyrirtækjum eða kaupsýslumönnum í umræðuna um hryllinginn í Úkraínu. Ég ætla í því samhengi að fá að endurtaka það sem ég sagði í viðtali hér á Vísi um tveimur mánuðum eftir að innrásarstríð Rússa hófst: „Nú er ég talsmaður þess að við stundum sem opnust og frjálsust viðskipti við sem allra flest ríki en þegar ríki stígur svona skref eins og Rússland gerir, brýtur í rauninni allar reglur og alþjóðalög og traðkar líka á öllum siðferðislegum gildum sem við höfum í hávegum, þá gegnir öðru máli um það. Þá er ósköp einfaldlega enginn annar kostur en að slíta viðskiptunum [...] „Ísland, hvort sem það er stjórnvöld, atvinnulíf eða almenningur, ber jafnmikla siðferðislega ábyrgð á því að gera allt sem hægt er til að stöðva Rússland í þessum stríðsrekstri og að styðja við bakið á Úkraínumönnum eins og aðrar lýðræðisþjóðir og við eigum ekki að skorast undan þeirri ábyrgð.“ Enginn á að skorast undan ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands. Hann var í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins í gær um birgðastöðuna í dilkakjöti en á bls. 13 í blaðinu var sagt frá nýjustu stríðsglæpum hryðjuverkaríkisins í Úkraínu. Með öðrum orðum: Lífið gengur sinn vanagang hjá forstöðumanninum, sem finnst ekki tiltökumál að vera opinber fulltrúi ríkis sem fremur daglega ólýsanlega hryllilega stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er bara í dilkakjötinu. Hilmari finnst þetta „sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla“. Hann segir að starf heiðurskonsúls hafi ekkert með stríðsrekstur að gera og spyr hvort ég haldi „kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga?“ Sniðugt hjá honum. Af hverju að tengja sig við stríðsglæpi fremur en meint kynferðisbrot? Nei, konsúllinn og KS hafa ekkert með stríðsrekstur Úkraínu að gera. Þau tengja sig samt við hann með því að þessi hátt setti stjórnandi fyrirtækisins gegni áfram þessari virðingarstöðu fyrir rússnesk stjórnvöld. Það ber a.m.k. enginn ábyrgð á hryllingnum í Úkraínu annar en stjórnvöld í Kreml, þau hin sömu og útnefndu Ágúst Andrésson heiðurskonsúl sinn á Íslandi. Um allan hinn vestræna heim hafa fyrirtæki kappkostað að slíta tengsl við Rússland eftir að ráðizt var inn í Úkraínu. Tilgangurinn er að sýna Rússum að framferði þeirra, þverbrot á alþjóðalögum og ítrekaðir stríðsglæpir, verði ekki liðið og ekkert fyrirtæki með sómatilfinningu vilji eiga í viðskiptum við þá eða tengja sig við þá. Á síðasta ári bakkaði KS út úr skyrframleiðslu í Rússlandi – reyndar ekki fyrr en vakin hafði verið athygli á þeim viðskiptatengslum opinberlega – en heiðurskonsúlsnafnbótin blífur. Það þykir fleirum en mér gjörsamlega óskiljanlegt. KS hafði heldur ekkert með meinta háttsemi Arnars Grant í heitum potti í byrjun síðasta árs að gera. Engu að síður brá það við skjótt, sleit samstarfi við Arnar og tók heilsudrykkinn Teyg, sem hann hafði þróað í samstarfi við KS, tafarlaust úr sölu. Væntanlega af því að það vildi ekki tengja sig við umræðu um háttsemi sem það taldi siðferðilega ámælisverða. Af hverju eru viðbrögðin í þessum tveimur málum svona ólík? Rétt er að hafa í huga að heiðurskonsúlstign Ágústs Andréssonar er til komin vegna viðskipta Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi og hann hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hyggist nota hana kaupfélaginu til framdráttar í þeim viðskiptum. Þetta er ekki persónulegt mál Ágústs, heldur mál kaupfélagsins. Af hverju yfirmenn Ágústs hjá KS hafa ekki þrýst á hann að segja af sér heiðursnafnbótinni er mér líka hulið. Vondur félagsskapur heiðurskonsúla Rússa Í ýtarlegri rannsókn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, þeirra sömu og birtu okkur umfjöllun um Panama- og Pandóruskjölin, kemur fram að Rússar hafi með markvissum hætti útvíkkað kerfi heiðurskonsúla sinna um allan heim eftir að Pútín tók við völdum. Þar kemur jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld hafi notað heiðurskonsúlana, marga hverja, til að halda á lofti rússneskum áróðri, í stað þess að þeir einbeiti sér bara að menningar- og viðskiptatengslum eins og þeir eiga að gera. Í umfjölluninni kemur reyndar fram að margir kjörræðismenn Rússlands hafi sagt af sér til að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu. Þeir sem eftir eru, eru þá væntanlega ekkert sérstaklega kræsilegur félagsskapur. En hann Ágúst hjá Kaupfélaginu hefur „ekki einu sinni hugleitt það“ að segja af sér heiðurstigninni. Svartir listar og sendiherrar Það verður bara að hafa það þótt Hilmari kunningja mínum finnist ég ósmekklegur. Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á „Svarta lista“ Yale-háskóla yfir fyrirtæki sem enn halda viðskiptatengslum við Rússland. Í nýjustu útgáfu hans, sem kom út 9. janúar, eru nokkur íslenzk fyrirtæki enn sögð reka (mismikil) viðskipti í Rússlandi. Hampiðjan, Knarr Maritime, Marel, Naust Marine og Eimskip eru á listanum. Hann hefur vakið undarlega litla athygli – ég hefði haldið að bæði ættu fjölmiðlar að gera gangskör að því að krefja þessi fyrirtæki svara um hvort upplýsingarnar á listanum séu réttar og þau ættu sjálf að leggja upp úr því að reka af sér slyðruorðið. Ég hef líka – þvert á það sem Hilmar lætur í skína í grein sinni – ítrekað hvatt til þess að rússneska sendiherranum verði vísað úr landi og hvatt utanríkisráðherrann til að taka af skarið í því efni. Við berum öll ábyrgð Hilmari finnst ekki viðeigandi að maður sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda blandi einstökum fyrirtækjum eða kaupsýslumönnum í umræðuna um hryllinginn í Úkraínu. Ég ætla í því samhengi að fá að endurtaka það sem ég sagði í viðtali hér á Vísi um tveimur mánuðum eftir að innrásarstríð Rússa hófst: „Nú er ég talsmaður þess að við stundum sem opnust og frjálsust viðskipti við sem allra flest ríki en þegar ríki stígur svona skref eins og Rússland gerir, brýtur í rauninni allar reglur og alþjóðalög og traðkar líka á öllum siðferðislegum gildum sem við höfum í hávegum, þá gegnir öðru máli um það. Þá er ósköp einfaldlega enginn annar kostur en að slíta viðskiptunum [...] „Ísland, hvort sem það er stjórnvöld, atvinnulíf eða almenningur, ber jafnmikla siðferðislega ábyrgð á því að gera allt sem hægt er til að stöðva Rússland í þessum stríðsrekstri og að styðja við bakið á Úkraínumönnum eins og aðrar lýðræðisþjóðir og við eigum ekki að skorast undan þeirri ábyrgð.“ Enginn á að skorast undan ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun