Við höfum alltaf val – hvað velur þú? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 10. janúar 2023 17:01 Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun