„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 09:01 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka. „Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ. Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00