Handbolti

Hvalreki á fjörur Víkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Orri Jóhannsson í Víkingstreyjunni.
Kristján Orri Jóhannsson í Víkingstreyjunni. víkingur

Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk í baráttunni um að komast upp í Olís-deild karla í handbolta.

Kristján Orri Jóhannsson er genginn í raðir Víkings og hefur skrifað undir samning við félagið út næsta tímabil.

Kristján, sem er 29 ára, býr yfir mikilli reynslu en hann lék lengi í efstu deild með ÍR og Akureyri. 

Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið í Grill 66 deildinni, fyrst með Kríu og svo ÍR. Kristján var valinn besti leikmaður Grill 66 deildarinnar 2021 og 2022 og var markakóngur hennar 2021.

Víkingur er í 3. sæti Grill 66 deildarinnar með ellefu stig, sex stigum á eftir toppliði HK. Næsti leikur Víkings er gegn ungmennaliði Selfoss föstudaginn 13. janúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.