3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á aldrinum 16-24 ára á höfuðborgarsvæðinu? Davíð Bergmann Davíðsson skrifar 3. janúar 2023 08:00 Á höfuðborgarsvæðinu eru rétt um 28000 einstaklingar á þessum aldri. Það væri ansi forvitnilegt að vita hver talan er á landsvísu. En hvaða 3000 ungmenni skildu þetta vera og verða þau tilbúinn til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni eða munu þau festast í bótakerfinu sem tryggingaþegar framtíðar. Bíður þeirra jafnvel að vera föst í fátæktar gildru til æviloka sem kemur til með að auka en frekar á ójöfnuð í okkar samfélagi? Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru að glíma við skólaforðun frá því í grunnskóla eða nemarnir sem detta út úr framhaldsskólunum strax á haustin af ýmsum ástæðum. Þetta þarf að rannsaka og á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar að nærri 12 % ungmenna á höfuðborgarsvæðinu séu iðjulaus fyrir utan það hvað á þetta eftir að kosta þjóðarbúið næstu árin og áratugina. Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru gróðursett fyrir framan tölvuna nánast allan sólarhringinn og drekka orku drykki í lítra vís til að geta haldið sér vakandi við þá iðju og eru á sama tíma að glíma við kvíða og þunglyndi. Jafnvel þau sömu sem þurfa svefn og geðlyf vegna þess að þau hræðast framtíðina og hvað bíður þeirra í lífinu? Til að setja þessar tölur í samhengi þá búa á Egilsstöðum 2572. Það leituðu 2000 flóttamenn hingað til lands á síðasta ári. Hvað eigum við gera til að bregðast við þessu ? Hvað með að fjölga Fjölsmiðjum sem er bæði vinnu og skólaúrræði og styrkja þær sem fyrir eru enn frekar. Möguleikar til framþróunar og nýsköpunar eru endalausir þar og ef það er eitt sem þessi ungmenni þurfa, þá er það þjálfun áður en þau fara á almennan vinnumarkað því þar er ávalt krafist reynslu . Eitt veit ég það má ekki draga fæturna og það þarf að bregðast við STRAX því það að vera stefnu og markmiðslaus á þessum árum getur haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Davíð Bergmann Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru rétt um 28000 einstaklingar á þessum aldri. Það væri ansi forvitnilegt að vita hver talan er á landsvísu. En hvaða 3000 ungmenni skildu þetta vera og verða þau tilbúinn til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni eða munu þau festast í bótakerfinu sem tryggingaþegar framtíðar. Bíður þeirra jafnvel að vera föst í fátæktar gildru til æviloka sem kemur til með að auka en frekar á ójöfnuð í okkar samfélagi? Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru að glíma við skólaforðun frá því í grunnskóla eða nemarnir sem detta út úr framhaldsskólunum strax á haustin af ýmsum ástæðum. Þetta þarf að rannsaka og á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar að nærri 12 % ungmenna á höfuðborgarsvæðinu séu iðjulaus fyrir utan það hvað á þetta eftir að kosta þjóðarbúið næstu árin og áratugina. Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru gróðursett fyrir framan tölvuna nánast allan sólarhringinn og drekka orku drykki í lítra vís til að geta haldið sér vakandi við þá iðju og eru á sama tíma að glíma við kvíða og þunglyndi. Jafnvel þau sömu sem þurfa svefn og geðlyf vegna þess að þau hræðast framtíðina og hvað bíður þeirra í lífinu? Til að setja þessar tölur í samhengi þá búa á Egilsstöðum 2572. Það leituðu 2000 flóttamenn hingað til lands á síðasta ári. Hvað eigum við gera til að bregðast við þessu ? Hvað með að fjölga Fjölsmiðjum sem er bæði vinnu og skólaúrræði og styrkja þær sem fyrir eru enn frekar. Möguleikar til framþróunar og nýsköpunar eru endalausir þar og ef það er eitt sem þessi ungmenni þurfa, þá er það þjálfun áður en þau fara á almennan vinnumarkað því þar er ávalt krafist reynslu . Eitt veit ég það má ekki draga fæturna og það þarf að bregðast við STRAX því það að vera stefnu og markmiðslaus á þessum árum getur haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar