Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2022 16:30 Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar