Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. desember 2022 11:01 Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun