Beitir þú ofbeldi? Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 23. desember 2022 11:01 Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim. Jólin, hátíð barnanna er á morgun, með mikilli eftirvæntingu bíða þau, hver klukkustund er lengi að líða, spenna og kvíði einkennir líðan þeirra. Því miður eru það börn sem hugsa með sér hvernig skyldu jólin verða í ár, skyldi einhver brjóta húsgögn, meiða mig eða verða svo drukkin og allt verði brjálað. Við fullorðna fólkið skiptum miklu máli ekki síst á þessum stundum, okkar viðmót, viðhorf og skilningur að leggja til hliðar eigið egó og setja sig í spor barnanna á heimilinu. Streita fullorðinna að hafa allt fínt og flott á jólunum, samkvæmt hefðinni, útlitinu út á við, skömmin að eiga ekki „nógu flott“ vera eftirtektarverð á samfélagsmiðlum, fá sem flestu LIKE og deilingar. Streitan fer í taugakerfið og við missum stjórn á eigin orðum og gjörðum, gagnvart þeim sem síst skildu, börnunum! Öskrum, rífumst, kennum þeim um að hafa gert eitthvað sem orsakar að við stóðumst ekki samkeppnina, að við stóðumst ekki væntingar annarra, með öðrum orðum þá bitnar streitan á börnunum. Álag sem við mörg hver setjum á okkur sjálf, með vinnu, ræktinni, verslun, skapar þreytu og fjárhagsáhyggjur, allir gera kröfu um eitthvað fallegt, ekki bara kerti og spil, við sprengjum okkur í þenslunni, glímum síðan við stóran kvíðahnút að ná endum saman. Mig langar að biðja þig um að hugleiða hvað skiptir máli. Hugsaðu um það í enda dagsins er það brotin jólakúla, mjólkurpollur á gólfinu, óhreinn þvottur, ruslið enn í forstofunni ástæða þess að verða reið, ill og skammast. Er það þess virði að missa stjórn á skapi sínu, láta það bitna á börnum, með því að leggja hendur á heimilisfólk, öskra, láta orð sem særa inn í hjartað og grær seint, jafnvel orsakar að þau flýja heimilið á aðfangadagskvöld? Er þetta þess virði að vera stjórnlaus, vegna þess að þannig hefur það alltaf verið, þannig var það heima hjá þér þegar þú varst yngri, þau eiga þetta svo skilið, það ert bara þú sem átt bágt! Höfum það hugfast að sum börn geta ekki flúið þessar aðstæður og búa jafnvel við þær í mörg ár. Enginn gerir neitt, þó svo það heyrist milli veggja. Mig langar að biðja þig að leiða hugann að því að börn sem búa við ofbeldi sama af hvaða meiði það er og þau hljóta alvarlegan skaða fyrir lífstíð. Því fyrr sem við grípum inn í aðstæður þeirra og styrkjum þau í þessari flóknu og ósanngjörnu stöðu því bærilegra getum við gert líf þeirra. Hér á Íslandi eru það fjölmörg börn sem búa ekki við öryggi heima hjá sér og það á jólunum sjálfum. Þessi börn eru jafnvel nágrannar þínir, í vinahópnum eða í fjölskyldunni. Þau þurfa að flýja heimilið til að hljóta ekki meiri skaða en nú er orðin. Börn sem búa við ofbeldi verða alltaf fyrir því sama hvernig á það er litið. Þau heyra, þau sjá, þau skynja og eru fljót að verða meðvirk, einnig þeim sem beita ofbeldi. Sú staðreynd er að börnum þykir vænt um gerendur þar sem þau eru nátengd þeim og telja sig skyldug að haga sér „svona“ og „hinsegin“ til að allt gangi best á heimilinu. Bara til þess eins að gerandinn verði ekki reiður, missi stjórn á skapi sínu og allt verði vont aftur! Augnablikið þar sem allt er í lagi heima og það lítur út fyrir að allir séu bestu vinir getur breyst við eitt hóst eða orð. Síðan skellur þetta á aftur og aftur og aftur… Gleymum því ekki að afleiðingar eftir ofbeldi sést sjaldan og ofbeldi er ekki bara líkamleg högg, marblettir og sár, ofbeldi er einnig dulið það andlega, fjárhagslega, geta sært svo alvarlega að líf liggur við. Á Íslandi eru lög, þar sem almenningi er skylt að tilkynna hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi, annarri vanvirðandi háttsemi ofl. Ég vil að lokum minna á heimasíðu 112.is þar sem hægt er að leita frekari upplýsinga og fræðast um ofbeldi. Úlfur í sauðagæru leynist víða, ef þú beitir ofbeldi, þá hvet ég þig til að leita þér aðstoðar! Börn bera aldrei ábyrgð á ofbeldi og það er aldrei þeim að kenna! Ég trúi á börn, vil gera allt sem ég get gert fyrir þau að bæta lífið þeirra, ég trúi börnum! Höfundur er kennari í leikskóla og frumkvöðull í forvörnum og fræðslu til barna frá leikskólaaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim. Jólin, hátíð barnanna er á morgun, með mikilli eftirvæntingu bíða þau, hver klukkustund er lengi að líða, spenna og kvíði einkennir líðan þeirra. Því miður eru það börn sem hugsa með sér hvernig skyldu jólin verða í ár, skyldi einhver brjóta húsgögn, meiða mig eða verða svo drukkin og allt verði brjálað. Við fullorðna fólkið skiptum miklu máli ekki síst á þessum stundum, okkar viðmót, viðhorf og skilningur að leggja til hliðar eigið egó og setja sig í spor barnanna á heimilinu. Streita fullorðinna að hafa allt fínt og flott á jólunum, samkvæmt hefðinni, útlitinu út á við, skömmin að eiga ekki „nógu flott“ vera eftirtektarverð á samfélagsmiðlum, fá sem flestu LIKE og deilingar. Streitan fer í taugakerfið og við missum stjórn á eigin orðum og gjörðum, gagnvart þeim sem síst skildu, börnunum! Öskrum, rífumst, kennum þeim um að hafa gert eitthvað sem orsakar að við stóðumst ekki samkeppnina, að við stóðumst ekki væntingar annarra, með öðrum orðum þá bitnar streitan á börnunum. Álag sem við mörg hver setjum á okkur sjálf, með vinnu, ræktinni, verslun, skapar þreytu og fjárhagsáhyggjur, allir gera kröfu um eitthvað fallegt, ekki bara kerti og spil, við sprengjum okkur í þenslunni, glímum síðan við stóran kvíðahnút að ná endum saman. Mig langar að biðja þig um að hugleiða hvað skiptir máli. Hugsaðu um það í enda dagsins er það brotin jólakúla, mjólkurpollur á gólfinu, óhreinn þvottur, ruslið enn í forstofunni ástæða þess að verða reið, ill og skammast. Er það þess virði að missa stjórn á skapi sínu, láta það bitna á börnum, með því að leggja hendur á heimilisfólk, öskra, láta orð sem særa inn í hjartað og grær seint, jafnvel orsakar að þau flýja heimilið á aðfangadagskvöld? Er þetta þess virði að vera stjórnlaus, vegna þess að þannig hefur það alltaf verið, þannig var það heima hjá þér þegar þú varst yngri, þau eiga þetta svo skilið, það ert bara þú sem átt bágt! Höfum það hugfast að sum börn geta ekki flúið þessar aðstæður og búa jafnvel við þær í mörg ár. Enginn gerir neitt, þó svo það heyrist milli veggja. Mig langar að biðja þig að leiða hugann að því að börn sem búa við ofbeldi sama af hvaða meiði það er og þau hljóta alvarlegan skaða fyrir lífstíð. Því fyrr sem við grípum inn í aðstæður þeirra og styrkjum þau í þessari flóknu og ósanngjörnu stöðu því bærilegra getum við gert líf þeirra. Hér á Íslandi eru það fjölmörg börn sem búa ekki við öryggi heima hjá sér og það á jólunum sjálfum. Þessi börn eru jafnvel nágrannar þínir, í vinahópnum eða í fjölskyldunni. Þau þurfa að flýja heimilið til að hljóta ekki meiri skaða en nú er orðin. Börn sem búa við ofbeldi verða alltaf fyrir því sama hvernig á það er litið. Þau heyra, þau sjá, þau skynja og eru fljót að verða meðvirk, einnig þeim sem beita ofbeldi. Sú staðreynd er að börnum þykir vænt um gerendur þar sem þau eru nátengd þeim og telja sig skyldug að haga sér „svona“ og „hinsegin“ til að allt gangi best á heimilinu. Bara til þess eins að gerandinn verði ekki reiður, missi stjórn á skapi sínu og allt verði vont aftur! Augnablikið þar sem allt er í lagi heima og það lítur út fyrir að allir séu bestu vinir getur breyst við eitt hóst eða orð. Síðan skellur þetta á aftur og aftur og aftur… Gleymum því ekki að afleiðingar eftir ofbeldi sést sjaldan og ofbeldi er ekki bara líkamleg högg, marblettir og sár, ofbeldi er einnig dulið það andlega, fjárhagslega, geta sært svo alvarlega að líf liggur við. Á Íslandi eru lög, þar sem almenningi er skylt að tilkynna hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi, annarri vanvirðandi háttsemi ofl. Ég vil að lokum minna á heimasíðu 112.is þar sem hægt er að leita frekari upplýsinga og fræðast um ofbeldi. Úlfur í sauðagæru leynist víða, ef þú beitir ofbeldi, þá hvet ég þig til að leita þér aðstoðar! Börn bera aldrei ábyrgð á ofbeldi og það er aldrei þeim að kenna! Ég trúi á börn, vil gera allt sem ég get gert fyrir þau að bæta lífið þeirra, ég trúi börnum! Höfundur er kennari í leikskóla og frumkvöðull í forvörnum og fræðslu til barna frá leikskólaaldri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun