Handbolti

Aron formlega kynntur til leiks hjá FH

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron undirritar samninginn við FH.
Aron undirritar samninginn við FH. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu.

Aron Pálmarsson er leikmaður sem þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Hann hóf feril sinn hjá FH og lék með félaginu til ársins 2009. Þaðan hélt hann svo út til Þýskalands þar sem hann lék með stórliði Kiel í sex ár áður en hann færði sig til ungverska liðsins Veszprém.

Eftir tvö ár í herbúðum Veszprém fór Aron svo til Barcelona þar sem hann lék í fjögur ár og svo til Álaborgar þar sem hann leikur enn í dag.

Á ferlinum hefur Aron unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Hann er margfaldur lands- og bikarmeistari, ásamt því að hafa unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.

Það þarf því ekkert að hafa of mörg orð um það hversu stór biti það er fyrir FH-inga að fá Aron heim eftir 14 ára atvinnumennsku, enda er leikmaðurinn enn aðeins 32 ára gamall.


Tengdar fréttir

Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu.

Álaborg staðfestir brottför Arons

Álaborg hefur staðfest að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann gekk í raðir þess í fyrra.

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×