Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Aron Pálmarsson með Rebekku dóttur sinni en hann vill fá að fylgjast með henni vaxa úr grasi heima á Íslandi. Instagram/@aronpalm Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót. Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót.
Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira