Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Aron Pálmarsson með Rebekku dóttur sinni en hann vill fá að fylgjast með henni vaxa úr grasi heima á Íslandi. Instagram/@aronpalm Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót. Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót.
Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira