Álaborg staðfestir brottför Arons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 10:30 Aron Pálmarsson snýr aftur heim til Íslands í sumar eftir fjórtán ár erlendis. vísir/hulda margrét Álaborg hefur staðfest að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann gekk í raðir þess í fyrra. Vísir greindi frá því í morgun að Aron væri á förum frá Álaborg og myndi ganga í raðir FH eftir tímabilið. Álaborg hefur nú staðfest brottför hans. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að hann hafi óskað eftir því að losna undan samningi sínum við Álaborg af persónulegum og fjölskylduástæðum. „Frá fyrsta degi hef ég verið ótrúlega glaður að taka þátt í þessu spennandi verkefni hjá Álaborg þar sem allir hafa komið vel fram við mig; stuðningsmenn, þjálfarar og samherjar. Í fullkomnum heimi væri ég enn hér á næsta tímabili en stundum tekur lífið beygju. Þess vegna ákvað ég að snúa aftur heim til Íslands í sumar eftir mörg ár erlendis,“ sagði Aron í fréttinni. „Ég er mjög þakklátur fyrir skilninginn sem félagið sýndi stöðu minni og það ætti ekki að vera neinn vafi á því að ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja liðinu fleiri titla það sem eftir lifir tímabilsins.“ Aron skrifaði undir þriggja ára samning við Álaborg sumarið 2021 en ljóst er að hann verður bara tvö ár hjá félaginu. Á síðasta tímabili varð Álaborg bikarmeistari og tapaði í úrslitum um meistaratitilinn fyrir GOG. Ljóst er að Álaborg ver ekki bikarmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir GOG í átta liða úrslitum í gær, 41-39. Aron skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg. Aron verður kynntur til leiks hjá FH síðdegis í dag. Hann lék síðast með FH tímabilið 2008-09 en fór svo til Kiel. Hann hefur einnig leikið með Veszprém og Barcelona. Danski handboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Aron væri á förum frá Álaborg og myndi ganga í raðir FH eftir tímabilið. Álaborg hefur nú staðfest brottför hans. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að hann hafi óskað eftir því að losna undan samningi sínum við Álaborg af persónulegum og fjölskylduástæðum. „Frá fyrsta degi hef ég verið ótrúlega glaður að taka þátt í þessu spennandi verkefni hjá Álaborg þar sem allir hafa komið vel fram við mig; stuðningsmenn, þjálfarar og samherjar. Í fullkomnum heimi væri ég enn hér á næsta tímabili en stundum tekur lífið beygju. Þess vegna ákvað ég að snúa aftur heim til Íslands í sumar eftir mörg ár erlendis,“ sagði Aron í fréttinni. „Ég er mjög þakklátur fyrir skilninginn sem félagið sýndi stöðu minni og það ætti ekki að vera neinn vafi á því að ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja liðinu fleiri titla það sem eftir lifir tímabilsins.“ Aron skrifaði undir þriggja ára samning við Álaborg sumarið 2021 en ljóst er að hann verður bara tvö ár hjá félaginu. Á síðasta tímabili varð Álaborg bikarmeistari og tapaði í úrslitum um meistaratitilinn fyrir GOG. Ljóst er að Álaborg ver ekki bikarmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir GOG í átta liða úrslitum í gær, 41-39. Aron skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg. Aron verður kynntur til leiks hjá FH síðdegis í dag. Hann lék síðast með FH tímabilið 2008-09 en fór svo til Kiel. Hann hefur einnig leikið með Veszprém og Barcelona.
Danski handboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira