Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 12:00 Aron Pálmarsson byrjaði að vinna titla í Kiel og hefur haldið uppteknum hætti síðan. Hér lyftir hann þýska meistaraskildinum. Getty/Oliver Hardt Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð. Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira