Gott að eldast Willum Þór Þórsson skrifar 21. desember 2022 16:01 Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Willum Þór Þórsson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun