Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 14:02 Hattarmaðurinn Timothy Guers keyrir á körfuna í leik á móti Haukum í Subway deildinni í vetur. Vísir/Bára Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar. VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar.
VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira