Handbolti

Sveinn í undan­úr­slit | Tugur ís­lenskra marka í Sví­þjóð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Jóhannsson, leikmaður Skjern.
Sveinn Jóhannsson, leikmaður Skjern. vísir/Sigurjón

Sveinn Jóhannsson er kominn í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Þá skoruðu íslenskir leikmenn sænska úrvalsdeildarliðsins Skara alls tíu mörk í kvöld en það dugði ekki til.

Sveinn og liðsfélagar hans í Skjern unnu öruggan sjö marka sigur á Mors í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld, lokatölur 28-21. Sveinn komst ekki á blað í leiknum þar sem hann spilaði aðallega vörn.

Ásamt Skjern er Bjerringbro/Silkeborg komið í undanúrslit en á morgun lýkur 8-liða úrslitunum. Íslendingalið Ribe-Esbjerg mætir Skanderborg og Álaborg mætir GOG.

Arnar Birkir Hálfdánsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leik allir með Ribe-Esbjerg á meðan Aron Pálmarsson leikur með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Í Svíþjóð tapaði Íslendingalið Skara gegn Kungälv á útivelli, lokatölur 27-23 Kungälv í vil. Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu fjögur mörk hvor á meðan Ásdís Guðmundsdóttir skoraði tvö. Það dugði ekki til að þessu sinni.

Þá töpuðu Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Kristianstad fyrir Skuru á útivelli, lokatölur 26-21.

Skara er í 8. sæti með 8 stig á meðan Kristianstad er í 11. sæti með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×