Oftast er Rumble að keyra upp stemmninguna á heimaleikjum Thunder en hann er líka uppátækjasamur eins og bandarísk sjónvarpskonan fékk að kynnast.
Thunder liðið vann 123-121 sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni og eftir leikinn var sjónvarpsfólk að gera upp gang mála inn á gólfinu eins og vaninn er.
Sjónvarpskonan sem kom sér í fréttirnar var að undirbúa að kynna inn fréttina sína þegar Rumble læddist að henni.
Rumble er náttúrulega stór, mikill og vígalegur. Þegar sjónvarpskonan leit við og sá hann við hlið sér þá brá henni svakalega eins og sjá má hér fyrir neðan.
Hún gat þó hlegið að öllu saman sem betur fer en hjartslátturinn tók örugglega mikinn kipp hjá henni þarna.