„Þetta var frábær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“ Hinrik Wöhler skrifar 15. desember 2022 23:20 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er oftar en ekki þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“ Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“
Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20