Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 10:31 Benedikt Gunnar og Þorgils Jón eru afar spenntir að mæta Kim Andersson í kvöld. Hér berjast þeir við Simon Hald og Teit Örn Einarsson í leik við Flensburg fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska. Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30