Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 19:21 Haukur Þrastarson meiddist illa á hné haustið 2020 og var frá í rúmlega ár vegna meiðslanna. EPA-EFE/GEIR OLSEN NORWAY OUT Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Sjá meira
Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59