„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:59 Haukur Þrastarson hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót. Ólíklegt er að hann verði með á EM í næsta mánuði. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“ Pólski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“
Pólski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira