Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin, FA-bikarinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistarar Fram heimsækja topplið Vals í Olís-deild kvenna í kvöld.
Íslandsmeistarar Fram heimsækja topplið Vals í Olís-deild kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum á þessum fína miðvikudegi. Það ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Við hefjum leik á Hlíðarenda þar sem Valskonur taka á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:05. Að þeim leik loknum færum við okkur svo yfir í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar taka á móti Fjölni á sömu rás klukkan 20:05.

Þá á Olís-deild kvenna einnig sinn stað á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld, en klukkan 19:15 er Seinni bylgjan á dagskrá á Stöð 2 Sport. Klukkan 19:45 er svo komið að viðureign toppliðs Vals og Íslandsmeistara Fram á sömu rás.

Klukkan 19:35 er viðureign Stockport og Charlton í FA-bikarnum á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þá verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×