„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Martin Hermannsson með liðsfélaga sínum Xabi López Arostegui í myndatöku fyrir tímabilið. Getty/ JM Casares Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári. Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira