Einar er Selfyssingur líkt og Ómar og þjálfaði hann í yngri flokkum Selfoss og í yngri landsliðum Íslands, meðal annars U-18 ára liðinu sem lenti í 3. sæti á HM í Rússlandi 2015. Hann sagði alltaf ljóst í hvað stefndi með Ómar.
„Ég bjóst alltaf við þessu. Ómar Ingi er mjög sérstakur, hann er „special talent“. Hann hefur þessa ofboðslegu íþróttagreind og var rosalega góður í öllum íþróttum. Hann er líka rosalega andlega sterkur. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því,“ sagði Einar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar.
„Það fer ekki mikið fyrir honum en hann er ofboðslega andlega sterkur, ofboðslega góður þegar þarf og ofboðslega góður í mikilvægum leikjum. Hann hefur eiginleika sem mjög fáir hafa.“
Ómar varð Þýskalandsmeistari með Magdeburg á síðasta tímabili og var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. Tímabilið þar á undan varð hann markakóngur deildarinnar. Ómar var svo markakóngur EM 2022 þar sem Ísland endaði í 6. sæti.
Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.