Brjálað að gera í des? Friðrik Agni Árnason skrifar 1. desember 2022 08:30 Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Jól Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar