„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 09:31 Kristján Örn Kristjánsson verður að líkindum ekki með í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira