Handbolti

Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson hefur leikið með PAUC frá 2020.
Kristján Örn Kristjánsson hefur leikið með PAUC frá 2020. vísir/hulda margrét

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld.

Kristján hefur glímt við meiðsli ökkla að undanförnu og misst af síðustu leikjum PAUC vegna þeirra.

„Ég er búinn að vera að glíma við smá meiðsli í ökkla. Ég fór í myndatöku og það kom í ljós smá rifa í einum vöðva í ökklanum og smá trosnun á liðbandi,“ sagði Kristján við íþróttadeild í dag. 

„Þetta eru minniháttar meiðsli. Vonandi næ ég að spila á morgun en held að það verði ekki að veruleika, við sjáum til. Ég er byrjaður að hlaupa og stefni á leik á föstudaginn. Það er svona í síðasta lagi fyrir mig, fyrsta lagi væri auðvitað gegn Völsurum, það er æfing á eftir og við sjáum til hvernig ég verð þá.“

Kristján skoraði samtals tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum PAUC í Evrópudeildinni en missti af síðasta leik, 33-30 sigri á Ferencváros.

Leikur PAUC og Vals hefst klukkan 19:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×