Handbolti

Stór­kost­legur Ómar Ingi í naumum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon var hreint út sagt magnaður í dag.
Ómar Ingi Magnússon var hreint út sagt magnaður í dag. Vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni.

Meistaralið Magdeburgar sótti Hamburg heim og vann á endanum tveggja marka sigur eftir mikla mótspyrnu heimaliðsins, lokatölur 28-30. Ómar Ingi gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðjung marka Magdeburgar eða 10 talsins. Einnig gaf hann 4 stoðsendingar. Gísli Þorgeir skoraði 3 mörk og gaf 3 stoðsendingar. Frábær leikur hjá Íslendingunum.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk í góðum sigri Flensburgar á Stuttgart, lokatölur 29-25. Þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson eitt mark í tveggja marka sigri Bergischer á Göppingen, lokatölur 28-26.

Mageburg er í 5. sæti með 19 stig, einu stigi minna en Flensburg sem er sæti ofar en hefur leikið tveimur leikjum meira. Bergischer er 13. sæti með 10 stig.

Sandra Erlingsdóttir skoraði 3 mörk og gaf 2 stoðsendingar í þriggja marka tapi TusSies Metzingen gegn Borussia Dortmund í úrvalsdeild kvenna. Sandra og stöllur hennar eru í 10. sæti með fjögur stig að loknum sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×