Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Þorsteinn Víglundsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. Umræðurnar á fundinum voru að mínu mati öllum gagnlegar og spurningarnar eðlilega margar. Mikilvægt er að hefja samtal við nærsamfélagið í Ölfusi og kynna verkefnið eins og það er statt svo íbúar geti myndað sér upplýsta skoðun. Í opinberri umræðu í kjölfarið þykir mér þó umræðan hafa farið nokkuð harkalega í eina átt og loftslagsþátturinn, meginforsenda verkefnisins, að miklu leyti gleymst. Minnkandi kolefnisspor byggingariðnaðar skiptir verulegu máli Það er ekkert leyndarmál að byggingariðnaðurinn er einn mesti losunarvaldur koltvísýrings í heiminum. Sementsframleiðsla ein og sér er talin valda 6-8% af koltvísýringslosuninni. Það er ekki hlaupið að því að hætta notkun sements enda er það í raun uppistaðan í gríðarmörgum mannvirkjum og enginn staðgengill í sjónmáli. Þess vegna verður að finna leiðir til að minnka kolefnisspor þess. En það er einmitt hér sem við verðum að skoða stöðu mála heildstætt í heiminum. Getur Ísland verið eyland í umheiminum? Umræðan um það hvort byggingar fái að rísa í Þorlákshöfn og hvort taka eigi efni úr námum snýst líka um það hvaða kröfur við getum gert um lífsgæði og efnahag án þess að bera ábyrgð sjálf og hvort Ísland geti verið eyland þegar kemur að því að gera hlutina á ábyrgan hátt. Nútímasamfélag krefst mikils hráefnis, eldsneytis til flutninga, málma í tækin sem við notum og byggingarefnis í þróun borga og samfélaga. Við okkur blasir spurningin hvort við ætlum að taka saman ábyrgð á því að gera þetta vel, hvort við ætlum að láta af hendi lífsgæði sem við erum farin að taka sem sjálfsögðum hlut eða hvort við ætlum að gefast upp gagnvart loftslagsvandanum. Sömu daga og fjallað var um íbúafundinn í fjölmiðlum í síðustu viku voru áberandi fréttir af neyðarköllum frá COP ráðstefnunni í Egyptalandi þar sem ríki heims voru grátbeðin um að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum og fagaðilar úr ólíkum áttum tóku undir. Getum við með góðri samvisku úthýst námuvinnslu til þróunarríkja og byggt okkar samfélag án þess að vita hvaðan eða hvernig byggingarefnin koma? Getum við gert kröfu um að jöklum heimsins sé bjargað án þess að taka sjálf þátt í því verkefni? Með sama hætti og við njótum afraksturs af námuvinnslu eftir hráefnum til rafhlöðusmíði í rafmagnsbíla sem gera okkur kleift að ráðast í orkuskipti í samgöngum, getum við aðstoðað Evrópuríki við lækkun kolefnisspors í byggingariðnaði með mölun og útflutningi á móbergi hér á landi. Eitt stærsta loftslagsverkefni sem um getur á Íslandi Heidelberg Materials hefur tekið þessi mál mjög alvarlega og hyggst draga verulega úr kolefnisspori sínu. Þannig hyggst Heidelberg minnka það um 30% fyrir árið 2025 (miðað við árið 1990) og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þessi markmið eru raunar til endurskoðunar með það að markmiði að draga enn hraðar úr losun. Verkefnið í Þorlákshöfn er mikilvægur liður í þessari viðleitni. Til samanburðar má nefna að eftir stækkun Carbfix verkefnisins, gríðarlega mikilvægs þróunarverkefnis sem getur haft mikil áhrif í náinni framtíð, mun lofthreinsistöð þess fanga 40.000 tonn af koltvísýringi á ári. Áætlað er að móbergsvinnslan í Þorlákshöfn muni minnka losun um allt að 1,3 milljónir tonna af koltvísýringi á ári sem samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Ekki hægt að líta fram hjá loftslagsþættinum meðan heimurinn kallar á aðgerðir Þessar spurningar eru auðvitað stærri en svo að þær snúist eingöngu um stærð einnar byggingar í Þorlákshöfn. Það breytir þó í engu mikilvægi þess að vel sé að verkefninu staðið í einu og öllu í Þorlákshöfn. Þar höfum við svo sannarlega metnað til að gera vel. Á endanum er það síðan auðvitað íbúa Ölfuss að ákveða hvers konar atvinnustarfsemi fer fram í sveitarfélaginu. Móbergsvinnslan í Þorlákshöfn er hins vegar eitt allra stærsta loftslagsverkefnið sem komist hefur á kortið á Íslandi, útilokað er að ræða málið í heild sinni með uppbyggilegum hætti nema sá þáttur sé hafður með í jöfnunni. Að lokum vil ég benda á kynningarvef verkefnisins á heidelberg.is þar sem finna má helstu upplýsingar um það og svör við algengum spurningum. Höfundur er forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ölfus Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. Umræðurnar á fundinum voru að mínu mati öllum gagnlegar og spurningarnar eðlilega margar. Mikilvægt er að hefja samtal við nærsamfélagið í Ölfusi og kynna verkefnið eins og það er statt svo íbúar geti myndað sér upplýsta skoðun. Í opinberri umræðu í kjölfarið þykir mér þó umræðan hafa farið nokkuð harkalega í eina átt og loftslagsþátturinn, meginforsenda verkefnisins, að miklu leyti gleymst. Minnkandi kolefnisspor byggingariðnaðar skiptir verulegu máli Það er ekkert leyndarmál að byggingariðnaðurinn er einn mesti losunarvaldur koltvísýrings í heiminum. Sementsframleiðsla ein og sér er talin valda 6-8% af koltvísýringslosuninni. Það er ekki hlaupið að því að hætta notkun sements enda er það í raun uppistaðan í gríðarmörgum mannvirkjum og enginn staðgengill í sjónmáli. Þess vegna verður að finna leiðir til að minnka kolefnisspor þess. En það er einmitt hér sem við verðum að skoða stöðu mála heildstætt í heiminum. Getur Ísland verið eyland í umheiminum? Umræðan um það hvort byggingar fái að rísa í Þorlákshöfn og hvort taka eigi efni úr námum snýst líka um það hvaða kröfur við getum gert um lífsgæði og efnahag án þess að bera ábyrgð sjálf og hvort Ísland geti verið eyland þegar kemur að því að gera hlutina á ábyrgan hátt. Nútímasamfélag krefst mikils hráefnis, eldsneytis til flutninga, málma í tækin sem við notum og byggingarefnis í þróun borga og samfélaga. Við okkur blasir spurningin hvort við ætlum að taka saman ábyrgð á því að gera þetta vel, hvort við ætlum að láta af hendi lífsgæði sem við erum farin að taka sem sjálfsögðum hlut eða hvort við ætlum að gefast upp gagnvart loftslagsvandanum. Sömu daga og fjallað var um íbúafundinn í fjölmiðlum í síðustu viku voru áberandi fréttir af neyðarköllum frá COP ráðstefnunni í Egyptalandi þar sem ríki heims voru grátbeðin um að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum og fagaðilar úr ólíkum áttum tóku undir. Getum við með góðri samvisku úthýst námuvinnslu til þróunarríkja og byggt okkar samfélag án þess að vita hvaðan eða hvernig byggingarefnin koma? Getum við gert kröfu um að jöklum heimsins sé bjargað án þess að taka sjálf þátt í því verkefni? Með sama hætti og við njótum afraksturs af námuvinnslu eftir hráefnum til rafhlöðusmíði í rafmagnsbíla sem gera okkur kleift að ráðast í orkuskipti í samgöngum, getum við aðstoðað Evrópuríki við lækkun kolefnisspors í byggingariðnaði með mölun og útflutningi á móbergi hér á landi. Eitt stærsta loftslagsverkefni sem um getur á Íslandi Heidelberg Materials hefur tekið þessi mál mjög alvarlega og hyggst draga verulega úr kolefnisspori sínu. Þannig hyggst Heidelberg minnka það um 30% fyrir árið 2025 (miðað við árið 1990) og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þessi markmið eru raunar til endurskoðunar með það að markmiði að draga enn hraðar úr losun. Verkefnið í Þorlákshöfn er mikilvægur liður í þessari viðleitni. Til samanburðar má nefna að eftir stækkun Carbfix verkefnisins, gríðarlega mikilvægs þróunarverkefnis sem getur haft mikil áhrif í náinni framtíð, mun lofthreinsistöð þess fanga 40.000 tonn af koltvísýringi á ári. Áætlað er að móbergsvinnslan í Þorlákshöfn muni minnka losun um allt að 1,3 milljónir tonna af koltvísýringi á ári sem samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Ekki hægt að líta fram hjá loftslagsþættinum meðan heimurinn kallar á aðgerðir Þessar spurningar eru auðvitað stærri en svo að þær snúist eingöngu um stærð einnar byggingar í Þorlákshöfn. Það breytir þó í engu mikilvægi þess að vel sé að verkefninu staðið í einu og öllu í Þorlákshöfn. Þar höfum við svo sannarlega metnað til að gera vel. Á endanum er það síðan auðvitað íbúa Ölfuss að ákveða hvers konar atvinnustarfsemi fer fram í sveitarfélaginu. Móbergsvinnslan í Þorlákshöfn er hins vegar eitt allra stærsta loftslagsverkefnið sem komist hefur á kortið á Íslandi, útilokað er að ræða málið í heild sinni með uppbyggilegum hætti nema sá þáttur sé hafður með í jöfnunni. Að lokum vil ég benda á kynningarvef verkefnisins á heidelberg.is þar sem finna má helstu upplýsingar um það og svör við algengum spurningum. Höfundur er forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar