Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun