Frá orðum til athafna Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun