Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun