Afruglun á umræðu um brottvísanir Halldór Auðar Svansson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun