Hvað svo? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. nóvember 2022 16:30 Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar