Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn: Ekki biðja mig um þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:00 Max Verstappen þakkar Sergio Perez fyrir aðstoðina fyrr á þessu tímabili. Getty/Chris Graythen Heimsmeistarinn í formúlu eitt er búinn að vinna titilinn annað árið í röð en honum virðist vera alveg saman hvernig liðsfélaga hans gengur. Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira